Kærleikur - lítið

Verð : 1.800 kr

Vörunúmer : 8004

Lagerstaða : Til á lager


Ilmkerti í tindós. Ljósmynd af íslenskum lággróðri (lambagras og smjörlauf) prýðir umbúðirnar.
Ljósmyndina tók Róbert Daníel Jónsson.
 
Af kertinu er kraftmikill ilmur sem umvefur þig hlýju og kærleika. Samspil þróttmikilla blómplantna, svo sem hýasintu, blágresis og jasmínu og ferskur ilmur sítrusávaxta, mynda einstaka angan.
 
Kertið er framleitt úr soyavaxi af handverksfólki, sem hefur vandvirkni og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. Eingöngu eru notuð náttúruleg og endingargóð ilmefni og engin litarefni eða paraben eru notuð til íblöndunar.
 
Brennslutími er allt að 18 klukkustundir.
Einnig fáanlegt í stærri stærð.
Einnig eru fáanlegar serviettur með sömu mynd og prýðir umbúðir kertisins.
 
Farið varlega þegar kertið er brennt. Frekari aðvörunarupplýsingar er að finna á umbúðum kertisins.